Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tón­leika­ferða­lag og ný plata á leiðinni

Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn.

Hættur að versla við KS vegna stríðsins

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS.

Trausti í fram­boð til 2. vara­for­seta

Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins.

Á­fram­haldandi grímu­skylda á Land­spítala

Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn.

Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september

Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip.

Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu

Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum.

Kristín Vala til Coca-Cola

Kristín Vala Matthíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola á Íslandi. Kristín kemur til Coca-Cola frá Bluebird Nordic þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Hjart­næmir endur­fundir Doc og Marty á Comic Con

Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly.

Sjá meira