Sturgeon segir af sér Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 15.2.2023 10:03
Pharrell nýr yfirhönnuður Louis Vuitton Hönnuðurinn, tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Pharrell Williams er nýr yfirhönnuður karlalínu Louis Vuitton. Hann tekur við af Virgil Abloh sem lést í nóvember árið 2021. 15.2.2023 09:49
Bein útsending: Færniþörf á vinnumarkaði Samtök atvinnulífsins halda Menntadag atvinnulífsins í dag en fundurinn í ár ber heitið Færniþörf á vinnumarkaði. Hann er haldinn í Hörpu frá klukkan 9 til 10:30 í dag en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan. 14.2.2023 08:30
Tvisvar skorið á dekk bifreiðar í eigu konu á tíræðisaldri Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir vitnum af eignaspjöllum þegar skorið var á dekk á bifreið í eigu konu á tíræðisaldri. Þetta er í annað skiptið sem slíkt gerist á nokkurra mánaða tímabili. 13.2.2023 23:25
NYPD Blue barnastjarna látin Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 13.2.2023 22:08
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13.2.2023 21:39
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13.2.2023 21:15
Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13.2.2023 20:20
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13.2.2023 19:42
Keyrði á gangandi vegfarendur í New York Karlmaður var í dag handtekinn í New York eftir að hafa keyrt á gangandi vegfarendur á sendiferðabíl. Að minnsta kosti tveir liggja þungt haldnir á spítala eftir atvikið. 13.2.2023 18:39