fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi.

Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann

Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því.

Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut

Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum.

Formaður Neytendasamtakanna vill breyta reglum um skilarétt

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslanir eftir aðfangadag að skila gjöfum. Formaður Neytendasamtakanna segir nauðsynlegt að breyta neytendalögum þannig að réttur fólks til að skila vörum í verslanir sé sá sami og skilaréttur á netinu.

Sjá meira