Of algengt að asískir ferðamenn noti ekki öryggisbúnað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2018 20:52 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra. Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra.
Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38