Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Fossar fjárfestingarbanki hefur ráðið tvo nýja starfsmenn á svið fyrirtækjaráðgjafar bankans. Ástrós Björk Viðarsdóttir er nýr verkefnastjóri og Arnór Brynjarsson sérfræðingur. 20.8.2025 08:22
Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í dag, en um er að ræða fyrstu ákvörðun nefndarinnar eftir sumarfrí. 20.8.2025 07:35
Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í austurrísku höfuðborginni Vín í maí á næsta ári. 20.8.2025 07:17
Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. 20.8.2025 07:07
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19.8.2025 08:31
Ráðin framkvæmdastjóri Frama Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Frama. 19.8.2025 07:14
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. 18.8.2025 14:03
Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Arctic Adventures þar sem tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa, það Gunnar Hafsteinsson og Lina Zygele. 18.8.2025 14:01
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. 18.8.2025 07:10
Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Ylströndin í Nauthólsvík fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni verðum því öllum boðið til veislu á ströndinni á morgun, laugardaginn 16. ágúst, með skemmtidagskrá fyrir öll. 15.8.2025 13:50