Spá eldingum á Vesturlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi. 15.8.2025 08:47
Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða strekkingi á landinu í dag, en að síðdegis megi búast við allhvössum eða jafnvel hvössum vindstrengjum norðvestantil á landinu, frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar. 15.8.2025 07:11
Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Íslensk hestakona lauk keppni í erfiðustu kappreiðum í heimi í dag. Hún er ánægð með að hafa náð að ljúka keppninni og mun fagna árangrinum í kvöld. 13.8.2025 11:18
Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Nær 42 prósent þeirra sem taka afstöðu telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. Ríflega 35 prósent telja þau vera að beita sér nægilega og tæplega 23 prósent telja að þau ættu að beita sér minna. Einn af hverjum tíu tók ekki afstöðu. 13.8.2025 07:31
Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri í dag þar sem verður þungbúið og sums staðar lítilsháttar væta fyrir norðan og fremur svalt, en sunnan heiða bjart og hlýtt. 13.8.2025 07:06
Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. 12.8.2025 12:46
Úrkoma í öllum landshlutum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum í dag með úrkomu í öllum landshlutum, ýmist skúrum eða rigningu, enda sé lægð vestan við landið á leið austur yfir landið. 12.8.2025 07:10
Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Eiríkur Hauksson, tónlistarmaður og fyrsti Eurovision-fari Íslands, segist hafa fundið botninn rétt eftir síðustu aldamót þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri, greindist með krabbamein og yfirgaf fjölskyldu sína allt á sama árinu. 11.8.2025 08:30
27 daga frostlausum kafla lokið Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí. 11.8.2025 07:47
Superstore-leikari látinn Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri. 11.8.2025 07:11