Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari segist hafa fengið líflátshótanir eftir ummæli um óbólusetta í Covid-faraldrinum. Hann hafi þó ekki látið það of mikið á sig fá. 1.9.2025 09:02
Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Stjórn Evrópuhreyfingarinnar hefur ráðið Snærós Sindradóttur sem framkvæmdarstjóra hreyfingarinnar. Snærós hefur þegar hafið störf. 1.9.2025 08:57
Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs. 1.9.2025 06:53
Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu. 1.9.2025 06:43
Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Lögregla í Úkraínu hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast morðinu á stjórnmálamanninum Andriy Parubiy, fyrrverandi þingforseta landsins, síðastliðinn föstudag. 1.9.2025 06:30
Með óspektir og réðst á lögreglumann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur. 1.9.2025 06:11
Eignast meirihluta í Streifeneder Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi. 29.8.2025 12:10
Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. 29.8.2025 11:57
Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. 29.8.2025 10:38
Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. 29.8.2025 09:53