Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss. 1.11.2024 07:13
Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur skipar 2. sæti listans, en hún hefur setið sem borgarfulltrúi flokksins frá árinu 2018 og var áður meðal annars formaður Barnaheilla. 31.10.2024 14:30
Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. 31.10.2024 13:32
Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða. 31.10.2024 13:07
Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins. 31.10.2024 12:39
Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann ítekað með vasahníf. Maðurinn vildi meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að Landsréttur hefði ekki tekið tillit til þess. 31.10.2024 11:18
Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Flokkurinn Ábyrg framtíð hyggst bjóða fram lista í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 31.10.2024 10:34
Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eyjólfur Ármannsson þingmaður leiðir listann. 31.10.2024 08:49
Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Útlit er fyrir vestan- og norðvestanátt í dag, víða á bilinu átta til þrettán metra á sekúndu. Élja- eða snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri og þeir sem sækja norðan að eru efnismeiri. 31.10.2024 07:22
Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 30.10.2024 12:32