Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. 29.8.2025 07:24
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. 29.8.2025 07:18
Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. 29.8.2025 07:00
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29.8.2025 06:27
Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis. 29.8.2025 06:10
Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. 28.8.2025 08:40
Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. 28.8.2025 07:39
Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Þeir Þorsteinn Bachmann, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney hafa verið ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskóla Íslands. 28.8.2025 07:18
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. 28.8.2025 07:07
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28.8.2025 06:46