Metþátttaka í spurningu vikunnar um fáklædda á samfélagsmiðlum Nekt og myndbirtingar á samfélagsmiðlum hafa verið mikið hitamál í umræðunni undanfarið. Hvað telst viðeigandi og hvað ekki. Makamál spurðu lesendur Vísis út í viðhorf þeirra til myndbirtingar maka á samfélagsmiðlum. 3.5.2021 21:11
Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna „Ég er að gera þetta af ástríðu, ég geri þetta af því ég vil þetta. Ég var að gera þetta áður og eina sem er breytt er að núna fæ ég borgað fyrir þetta,“ segir Kara í viðtali við Vísi. 1.5.2021 06:00
Ferðaleikur Bylgjunnar nýr og sprenghlægilegur liður í þættinum FM95blö Útvarpsþátturinn FM95blö gerir stólpagrín af kollegum sínum á Bylgjunni í nýjum lið sem þeir kalla Ferðaleik Bylgjunnar. 30.4.2021 16:02
Hefur þér liðið eins og maki þinn skammist sín fyrir þig? Virðing er ein af grunnstoðunum í flestum ástarsamböndum. Að bera virðingu fyrir maka sínum og finna fyrir gagnkvæmri virðingu. Að finna fyrir því að makinn sé stoltur af þér, vilji sýna þig, hreyki sér af þér og lyfti þér upp sem manneskju. 30.4.2021 11:01
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27.4.2021 14:42
„Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. 27.4.2021 06:00
Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? „Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski,“ sagði hinn umdeildi en áhrifamikli Sigmund Freud. Sama hvaða skoðun fólk hefur á stúderingum og kenningum Freuds þá eru flestir sammála um að án ástar er lífið ansi einmanalegt. 24.4.2021 19:52
Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. 19.4.2021 17:16
Trúnaðarvinir af gagnstæðu kyni ekki alltaf vel séðir í samböndum Góður vinur er gulli betri og er fátt dýrmætara í lífinu en að eiga nána og trausta vini til að deila með gleði, sorgum, sigrum eða raunum. Sönn vinátta er yfirleitt sú vinátta sem endist út lífið hvort sem það eru vinir sem hafa fylgt okkur frá æsku eða fólk sem við kynnumst í gegnum leik og störf seinna á lífsleiðinni. 19.4.2021 12:31
Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Í ljósi umræðna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga um myndbirtingar á netinu, smánun, hvað er viðeigandi og hvað ekki, þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf til myndbirtinga maka á samfélagsmiðlum. 18.4.2021 17:22