Geta byrjað að æfa 18. maí og vonast eftir því að deildin fari af stað í júní Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, staðfesti í kvöld að íþróttalið landsins geta hafið æfingar á nýjan leik þann 18. maí næstkomandi. 26.4.2020 20:05
Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26.4.2020 20:00
Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“ Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. 26.4.2020 19:15
Gunnar tekur við Haukum: „Stelpurnar oft verið flaggskipið“ Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna en þetta var tilkynnt í dag. Gunnar segist spenntur fyrir verkefninu sem framundan er í Hafnarfirði. 26.4.2020 18:45
Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26.4.2020 18:00
Segja PSG vera tilbúið með boð í Pogba Frönsku meistararnir í PSG eru sagðir vera tilbúna með boð í franska landsliðsmanninn Paul Pogba. Það sem meira er að fyrrum leikmaður Man. United, Angel Di Maria, er boðinn í hina áttina í staðinn. 26.4.2020 09:00
Stemningin á Anfield líklega sú besta sem Terry upplifði á sínum ferli John Terry, fyrrum varnamaður Chelsea og enska landsliðsins, er nú aðstoðarþjálfari Aston Villa. Hann fær ekkert að þjálfa um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en hann var í viðtali við Jamie Carragher og Sky Sports um heima og geima. 26.4.2020 07:00
Dagskráin í dag: Heimildarmynd um Muhammad Ali og Manstu? Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. 26.4.2020 06:00
Freyr um ÍBV: „Annað hvort fljúga þeir upp eða þetta fer allt í hina áttina“ Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að ÍBV muni annað hvort fara rakleiðis upp í Pepsi Max-deildina eða að liðið verði í miklum vandræðum í fyrstu deildinni í knattspyrnu í sumar. 25.4.2020 23:00
Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25.4.2020 22:00