Henderson líður vel á Melwood en skilur leikmenn annarra liða Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ánægður með að byrja aftur með félögum sínum eftir rúma tvo mánuði í útgöngubanni og segir að öllum helstu reglum sé fylgt á æfingasvæði félagsins. Henderson segir að honum líði vel því annars myndi hann ekki mæta til æfinga. 22.5.2020 07:30
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21.5.2020 10:00
Lásu um það í fjölmiðlum að samherji þeirra væri grunaður um veðmálasvindl Leikmenn danska úrvalsdeildarfélagsins AaB og samherjar Jores Okore, og þar á meðal hann sjálfur, höfðu ekki hugmynd að það væri verið að rannsaka hvort Okore hafi gerst brotlegur um veðmálasvindl. Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. 21.5.2020 08:00
Dagskráin í dag: Andri Rúnar jafnar markametið, krakkamótin og íslenskar perlur Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. 21.5.2020 06:00
Gæsahúðarsyrpa frá ferli Guðjóns Vals: „Nú ætla ég að fara upp í bíl og gráta“ Guðjón Valur Sigurðsson lagði eins og flest vita handboltaskóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar en hann mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp bæði feril sinn hjá félagsliðum sem og í landsliðinu. 20.5.2020 23:00
Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. 20.5.2020 22:00
Nýr þjálfari KA/Þór: „Ætla halda áfram að spila en þetta hefur forgang“ Andri Snær Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna, ætlar ekki að hætta að spila með karlaliði KA í Olís-deild karla þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari kvennaliðsins. Hann segist búast við því að mæta með hörkulið til leiks næsta vetur. 20.5.2020 21:30
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20.5.2020 20:14
Wenger vill hætta með janúargluggann Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. 20.5.2020 20:00
Kórónuveiran heldur Neymar líklega í París Umboðsmaður brasilísku stórstjörnunnar Neymar telur allar líkur á því að hann verði áfram hjá PSG á næsta tímabili vegna kórónuveirunnar. 20.5.2020 19:30