Nýr þjálfari KA/Þór: „Ætla halda áfram að spila en þetta hefur forgang“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 21:30 Andri Snær ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Andri Snær Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna, ætlar ekki að hætta að spila með karlaliði KA í Olís-deild karla þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari kvennaliðsins. Hann segist búast við því að mæta með hörkulið til leiks næsta vetur. Þetta er fyrsta starf Andra í efstu deild en hann hefur verið að þjálfa ungmennalið KA og Akureyrar undanfarin ár en hann segir að eftir að forráðamenn félagsins heyrðu í honum hljóðið var hann ekki lengi að taka ákvörðun. „Það er búið að taka nokkrar vikur hjá þeim að ráða nýjan þjálfara. Það er búið að tala við nokkra og svoleiðis en þeir heyrðu í mér um daginn og ég var strax mjög spenntur fyrir þessu þar sem leikmannahópurinn er mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Andri. „Ég er búinn að vera þjálfa mjög mikið ásamt því að spila í Olís. Ég er búinn að vera með ungmennaliðið hjá KA síðustu þrjú ár og 3. flokk og þar á undan hjá Akureyri. Ég byrjaði ungur í þjálfun og hef verið að þjálfa í öllum flokkum. Ég er mikinn metnað og hef verið meðfram því að spila að safna í reynslubankann og stefna á að fara í meistaraflokksþjálfun. Þetta kom í hendurnar á mér núna og mjög skemmtilegt.“ Eins og áður segir hefur Andri verið sjálfur að spila og skórnir eru ekki alveg komnir upp í hillu. „Ég ætla að halda áfram að spila en engu að síður er þetta númer eitt enda er þetta risa stórt verkefni. Að þjálfa í úrvalsdeild og stelpurnar hafa komið sér vel á kortið í deildinni með því að fara í bikarúrslit í vetur og það hefur verið metnaður í þessu síðustu ár. Þetta er stórt verkefni fyrir mig en ég ætla að halda áfram að sprikla með KA-liðinu en þetta hefur forgang.“ Klippa: Sportið í dag - Andri Snær nýr þjálfari KA Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag KA Þór Akureyri Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna, ætlar ekki að hætta að spila með karlaliði KA í Olís-deild karla þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari kvennaliðsins. Hann segist búast við því að mæta með hörkulið til leiks næsta vetur. Þetta er fyrsta starf Andra í efstu deild en hann hefur verið að þjálfa ungmennalið KA og Akureyrar undanfarin ár en hann segir að eftir að forráðamenn félagsins heyrðu í honum hljóðið var hann ekki lengi að taka ákvörðun. „Það er búið að taka nokkrar vikur hjá þeim að ráða nýjan þjálfara. Það er búið að tala við nokkra og svoleiðis en þeir heyrðu í mér um daginn og ég var strax mjög spenntur fyrir þessu þar sem leikmannahópurinn er mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Andri. „Ég er búinn að vera þjálfa mjög mikið ásamt því að spila í Olís. Ég er búinn að vera með ungmennaliðið hjá KA síðustu þrjú ár og 3. flokk og þar á undan hjá Akureyri. Ég byrjaði ungur í þjálfun og hef verið að þjálfa í öllum flokkum. Ég er mikinn metnað og hef verið meðfram því að spila að safna í reynslubankann og stefna á að fara í meistaraflokksþjálfun. Þetta kom í hendurnar á mér núna og mjög skemmtilegt.“ Eins og áður segir hefur Andri verið sjálfur að spila og skórnir eru ekki alveg komnir upp í hillu. „Ég ætla að halda áfram að spila en engu að síður er þetta númer eitt enda er þetta risa stórt verkefni. Að þjálfa í úrvalsdeild og stelpurnar hafa komið sér vel á kortið í deildinni með því að fara í bikarúrslit í vetur og það hefur verið metnaður í þessu síðustu ár. Þetta er stórt verkefni fyrir mig en ég ætla að halda áfram að sprikla með KA-liðinu en þetta hefur forgang.“ Klippa: Sportið í dag - Andri Snær nýr þjálfari KA Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag KA Þór Akureyri Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira