Liverpool hetja valdi fimm úr enska boltanum í besta lið heims en ekki Ronaldo John Barnes, sem varð í tvígang enskur meistari með Liverpool og vann bikarinn í tvígang, var beðinn um að velja besta lið heims hjá Bonus Code Bets en það sem kom á óvart var að Cristiano Ronaldo komst ekki í liðið. 25.5.2020 07:30
Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24.5.2020 17:00
Willum bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi eftir dramatík Willum Þór Willumsson og félagar í BATE Borisov eru bikarmeistarar í Hvíta-Rússlandi eftir 1-0 sigur á Dynamo Brest í framlengdum leik. 24.5.2020 16:32
Emil bíður eftir meiri upplýsingum frá Ítalíu en útilokar ekki að spila með FH Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. 24.5.2020 16:00
Strákarnir hans Nagelsmann niðurlægðu Mainz Leipzig komst aftur upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa niðurlægð Mainz á útivelli, 5-0, í 27. umferðinni en leikið var bak við luktar dyr í Mainz. 24.5.2020 15:24
Segir Dortmund yfirleitt vinna Bayern á heimavelli og vonast til að það haldi áfram á þriðjudaginn Manuel Akanji, varnarmaður Dortmund, reiknar með að Dortmund hafi betur gegn Bayern Munchen á heimavelli á þriðjudaginn er liðin mætast í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni. 24.5.2020 15:00
Valdi Scholes og Ronaldo bestu samherjana en Zanetti erfiðasta mótherjann Ryan Giggs segir að þeir Cristiano Ronaldo og Paul Scholes séu þeir bestu sem hann spilaði með á ferlinum en Giggs vann hvern titilinn á fætur öðrum og spilaði með mörgum frábærum knattspyrnumönnum í gegnum tíðina. 24.5.2020 14:00
Tveir úr sama félaginu í ensku Championship-deildinni með veiruna Fjölmiðlar á Englandi greina frá því nú í morgun að tveir úr sama félaginu í ensku B-deildinni hafi greinst með kórónuveiruna eftir að leikmenn, þjálfarar og starfsfólk allra liðanna 24 gengust undir skoðun um helgina. 24.5.2020 13:30
Raiola sagður hafa haft samband við Juventus varðandi Pogba Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, er sagður hafa hafið viðræður við Juventus um möguleg kaup á umbjóðanda sínum í sumar. 24.5.2020 12:30
Samherji Gylfa segir frá andlegum erfiðleikum: Brotnaði niður og grét fyrir framan fjölskylduna Michael Keane, varnarmaður Everton og samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, segist hafa barist við andleg veikindi í upphafi tíma síns hjá Everton en hann gekk í raðir liðsins frá Burnley árið 2017. 24.5.2020 12:00