Heimir hefur „fengið pillur frá KR-ingum“ eftir að hafa tekið við Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segist hafa fengið skot á sig frá KR-vinum sínum eftir að hann tók við liði Vals en Heimir er fæddur og uppalinn vestur í bæ. 12.6.2020 15:30
„Mér finnst standa á enninu á honum: Ég er ekki í standi og það fer í taugarnar á mér“ Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að það standi á enninu á Kára Árnasyni, leikmanni Víkings, að hann sé ekki í formi en Kári hefur verið nokkuð pirraður í leikjum Víkinga að undanförnu. 12.6.2020 13:30
Kristján Gauti tekur fram skóna og spilar með FH Kristján Gauti Emilsson hefur tekið fram skóna og samið við FH en hann hætti í fótbolta árið 2016. 12.6.2020 12:08
Gætu endað á því að fagna titlinum á bílastæðinu á Goodison Park Ensku úrvalsdeildarliðin þurfa að fara eftir hinum ýmsu reglum stjórnvalda, um kórónuveiruna, en enski boltinn fer aftur af stað á miðvikudaginn 17. júní, sjálfan þjóðhátíðardaginn. 12.6.2020 11:30
FH styrkir sig degi fyrir mót FH hefur styrkt lið sitt fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna en framherjinn Madison Gonzalez hefur skrifað undir samning við félagið. 12.6.2020 10:17
Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. 12.6.2020 09:30
Túfa sendi Heimi „frábært SMS“ sem skilaði honum starfinu hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að upphafið að því að hann réði Srdjan Tufegdzic sem aðstoðarþjálfara sinn hjá Val hafi verið SMS sem hann fékk frá Túfa, eins og hann er oftast kallaður. 12.6.2020 09:00
Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. 12.6.2020 07:30
Gamla Íslendingaliðið með jafn marga eigendur og sigurleiki á árinu 2020 Það hefur mikið gengið á hjá Charlton á árinu 2020 en liðinu hefur gengið skelfilega í ensku B-deildinni það sem af er leiktíð. Liðið er í 22. sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni á næstu leiktíð. 11.6.2020 17:00
Flestar deildir spila fyrir tómum áhorfendapöllum en svona var stemningin á grannaslagnum í Belgrad Flestar deildir heims spila fyrir tómum áhorfendapöllum en það var ekki upp á teningnum í Belgrad í Serbíu í gær þegar grannarnir Partizan Belgrad og Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauða stjarnan, mættust í gær. 11.6.2020 16:30