Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. 11.6.2020 14:30
Missir af leiknum gegn Man. United eftir að hafa gert grín að Asíubúa Dele Alli, miðjumaður Tottenham, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir hegðun sína á samfélagsmiðlum á tímum kórónuveirunnar. 11.6.2020 12:30
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11.6.2020 11:30
Spekingarnir ekki vissir um að Hilmari Árna líði vel í traffík Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur lengst af spilað á vinstri kantinum hjá Stjörnunni. 11.6.2020 10:30
Tómas Ingi um Aron Bjarnason: „Aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara“ Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær. 11.6.2020 09:00
Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“ Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. 11.6.2020 07:30
Federer snýr aftur á fimmtugsaldrinum Roger Federer, einn besti tenniskappi heims, mun ekki spila meira á árinu 2020 eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné en hann segist snúa aftur á næsta ári, árið þegar hann verður fertugur. 10.6.2020 16:30
Lá við slagsmálum á æfingu United daginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2008 Owen Hargreaves, fyrrum miðjumaður Manchester United, segir að leikmenn United hafi verið vel gíraðir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2008 er liðið mætti Chelsea í Moskvu. 10.6.2020 15:30
Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10.6.2020 14:30
Kjartan Henry klúðraði „færi ársins“ Kjartan Henry Finnbogason vill væntanlega gleyma sem fyrst færinu sem hann klúðraði í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 10.6.2020 12:30