Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 09:30 Úr umræðuþættinum á miðvikudagskvöldið var. vísir/s2s Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira