Vaidas Zlabys fyrstur allra og Rannveig fyrst kvenna Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið. 18.7.2020 13:04
Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. 18.7.2020 12:13
Sex smit greindust á landamærunum Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær. 18.7.2020 11:47
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18.7.2020 10:49
Kafteinn Tom Moore hlaut riddaratign Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS. 17.7.2020 20:53
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17.7.2020 19:45
Ríkisstjóri Georgíu stefnir borgarstjórn Atlanta vegna grímuskyldu Ríkisstjóri Georgíu segir að borgarstjóri stærstu borgar ríkisins hafi ekki vald til þess að setja á andlitsgrímuskyldu í borginni vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur því ákveðið að stefna borgaryfirvöldum í Atlanta. 17.7.2020 19:07
Óheimilt að flagga sundrungartáknum á herstöðvum Óheimilt er að flagga fána Suðurríkjanna á herstöðvum Bandaríkjanna eftir að nýjar verklagsreglur voru gefnar út af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon. 17.7.2020 18:32
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17.7.2020 15:39
Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt. 17.7.2020 14:11