Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 10:49 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira