Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst að nýju í dag. Þá verður þriðji þáttur Íslandsmeistara frumsýndur, kvennalið Breiðabliks er tekið fyrir, og Lokasóknin ætlar að fara yfir allt það helsta úr næstsíðustu umferð NFL deildarinnar. 27.12.2024 06:00
Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Tvöfaldur harmleikur hefur slegið skútusiglingakeppni sem fer frá Sydney til Hobart í Ástralíu, tveir keppendur létu lífið með sama hætti í aðskildum atvikum. Fjöldi keppenda hafði fyrir dregið sig úr keppni vegna veðurs. 26.12.2024 22:14
Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Liverpool nýtti tækifærið og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. 26.12.2024 22:00
Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum og skoraði eina mark KAA Gent í 1-3 tapi gegn USG. Þetta var fyrsta mark framherjans síðan í september. 26.12.2024 21:47
Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Aston Villa ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem framherjinn Jhon Duran fékk að líta í leik liðsins gegn Newcastle fyrr í dag. Þriggja leikja bann blasir við framherjanum. 26.12.2024 21:03
Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Jimmy Butler er talinn vilja fara frá Miami Heat áður en félagaskiptagluggi NBA deildarinnar lokar þann 6. febrúar. 26.12.2024 20:17
Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. 26.12.2024 19:31
Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Ólafur Andrés Guðmundsson gerði eitt mark og var tvisvar vikið af velli í tvær mínútur, þegar lið hans HF Karlskrona gerði 35-35 jafntefli gegn IK Sävehof . 26.12.2024 18:11
Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Jason Daði Svanþórsson skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu í 2-1 sigri Grimsby gegn Harrogate. 26.12.2024 17:48
Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham, sem vann 2-0 gegn Burton og komst upp í efsta sæti ensku C-deildarinnar, stigi ofar og með leik til góða á liðið fyrir neðan. 26.12.2024 17:38