Ingimar Stöle semur við Val Ingimar Torbjörnsson Stöle er genginn til liðs við Val í Bestu deild karla í fótbolta en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá KA. 4.1.2026 15:39
Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni. 4.1.2026 15:06
Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Birmingham vann 3-2 sigur gegn toppliði Coventry, sem endaði með aðeins tíu menn á vellinum, í 26. umferð ensku Championship deildarinnar. Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson komu báðir við sögu og kunna að klæða sig í réttar treyjur. 4.1.2026 14:06
Skar sig á klósettinu milli leikja Gian van Veen greindi frá ástæðu þess að blóðdropi sást á píluspjaldinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. Hann skar sig óvart þegar hann fór á klósettið milli leikja. 4.1.2026 13:51
Treysta á óvinaliðið til að tryggja toppsætið: „Ekki séns að ég haldi með þeim“ Sérstök staða sem hefur ekki sést síðan 1977 er nú uppi í lokaumferð NFL deildarinnar sem klárast í dag. 4.1.2026 13:33
„Einn besti markmaður heims“ Varnir vinna titla og markverðir eru sannarlega inni í myndinni þar eins og Joan Garcia, markmaður Barcelona, sýndi í gærkvöldi þrátt fyrir baul úr stúkunni. 4.1.2026 11:19
Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári, í sjötugasta sinn. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forsetum og öðrum góðum gestum. 4.1.2026 10:27
Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Camille Rast stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu alþjóðlegu skíðakeppninni sem haldin var eftir banvæna brunann sem varð í heimabæ hennar í Sviss á gamlárskvöld. 4.1.2026 09:39
Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts í 1-0 sigri gegn Livingston og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sigur Rangers gegn Celtic fyrr í dag. 3.1.2026 17:06
Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael Mikael Egill Ellertsson var nokkuð óvænt á varamannabekknum hjá Genoa í fyrsta leik liðsins á árinu en spilaði síðasta korterið í 1-1 jafntefli gegn Pisa. 3.1.2026 16:13