Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Það er nóg um að velja á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 þennan sunnudaginn. Lokakappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram, hörkuslagur í þýska handboltanum, allar helstu íþróttir vestanhafs og þriðji þáttur Kanans fer í loftið. 8.12.2024 06:03
Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Vitor Charrua er úrvalsdeildarmeistari í pílukasti eftir sigur á úrslitakvöldinu á Bullseye. Hann var sáttur með sigur í oddaleik gegn andstæðingi sem hefur oft unnið hann áður. 7.12.2024 22:00
Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Real Madrid bætti upp fyrir slæmt tap í vikunni með öruggum 3-0 sigri á útivelli gegn Girona. Erkifjendur þeirra frá Barcelona misstigu sig fyrr í dag og Madrídingar geta tekið toppsætið af þeim með sigri í leiknum sem þeir eiga til góða. 7.12.2024 22:00
Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Aþena féll úr leik í VÍS bikarkeppni kvenna í körfubolta fyrr í dag. Öll önnur lið úrvalsdeildarinnar, sem mættu liðum úr næstefstu deild, unnu nokkuð þægilega sigra í sínum leikjum. 7.12.2024 21:42
Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Newcastle gerði sér ferð til Brentford í dag og tapaði 4-2. Eddie Howe, þjálfari liðsins, hefur beðið stuðningsmenn afsökunar á frammistöðunni og lofar því að þeir muni leggja sig alla fram við að gera stuðningsmenn stolta á ný. 7.12.2024 20:23
Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Melsungen endurheimti efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 29-27 sigri á útivelli gegn Wetzlar í 13. umferð. 7.12.2024 20:01
Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Manchester United þurfti að sætta sig við annað tapið í röð þegar Nottingham Forest kom í heimsókn. Leiknum lauk með 2-3 sigri gestanna sem fóru upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 7.12.2024 19:31
Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Júlíus Magnússon tryggði titil þegar hann skoraði úr fimmtu vítaspyrnu Fredrikstad í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar gegn Molde. 7.12.2024 18:20
McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lando Norris verður fyrstur af stað og liðsfélagi hans, Oscar Piastri, annar í síðasta kappakstsri tímabilsins í Formúlu 1 sem fer fram í Abú Dabí á morgun. McLaren er langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða. 7.12.2024 18:14
Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Jón Daði Böðvarsson virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá enska félaginu Wrexham United ef marka má umfjöllun staðarmiðilsins þar í bæ. Hann var skilinn eftir utan hóps þriðja leikinn í röð í dag. 7.12.2024 17:36