Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Danir og Svíar eiga í deilum um korn­unga drengi

Sitt hvoru megin við Eyrarsundið milli Danmerkur og Svíþjóðar eru stórliðin FC Kaupmannahöfn og FF Malmö staðsett. Sænska fótboltafélagið ásakar danska stórliðið um að lokka unga leikmenn til félagsins með ólöglegum hætti.

Elvar leiddi liðið til sigurs

Elvar Már Friðriksson spilaði mest allra leikmanna og gaf flestar stoðsendingar í 99-93 sigri Anwil Wloclawek gegn Miasto Szkla Krosno í 11. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Haaland með tvennu í öruggum útisigri City

Manchester City sótti öruggan 3-0 sigur á útivelli gegn Crystal Palace í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Erling Haaland skoraði tvö mörk og Phil Foden komst einnig á blað.

Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham

Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og lagði Tottenham að velli með 3-0 sigri í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Callum Hudson-Odoi og Ibrahima Sangaré voru allt í öllu.

Tryggvi lét mest til sín taka

Tryggvi Snær Hlinason átti öflugan leik fyrir Surne Bilbao í 93-75 sigri gegn Forca Lleida í 10. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Þjálfari Orra Steins látinn fara

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson mun senn snúa aftur á knattspyrnuvöllinn með Real Sociedad og það mun hann gera undir stjórn nýs þjálfara. Sergio Francisco hefur verið látinn fara frá félaginu sökum slæms gengis.

Afi á fimm­tugs­aldri spilar NFL leik í dag

Tæpum fimm árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna mun hinn 44 ára gamli Philip Rivers, tíu barna faðir sem á eitt barnabarn, reima á sig takkaskóna á ný í kvöld og spila NFL leik.

John Cena hættur að glíma

Eftir tæpan aldarfjórðung sem einn frægasti glímukappi heims keppti John Cena sinn síðasta bardaga í nótt.  

Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum

Victor Wembanyama var mættur aftur út á gólf eftir tólf leikja fjarveru vegna meiðsla þegar San Antonio Spurs lögðu ríkjandi NBA meistara Oklahoma City Thunder að velli í nótt með 111-109 sigri sem kom þeim áfram í úrslitaleik NBA bikarsins.

Sjá meira