Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. 29.8.2025 21:05
Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. 29.8.2025 20:12
Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. 29.8.2025 20:01
Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni. 29.8.2025 18:02
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23.8.2025 09:32
Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. 22.8.2025 23:44
Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Fjöldi er látinn, þar á meðal barn, eftir að hópferðabíll með um fimmtíu farþegum valt á þjóðvegi í New York-ríki í Bandaríkjunum í dag. 22.8.2025 21:06
Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. 22.8.2025 19:02
Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Lögregla lagði í síðustu viku hald á tuttugu til þrjátíu lítra af brennisteinssýru við húsleit í íbúðahúsnæði í Gnoðarvogi. 21.8.2025 15:59
Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rétt rúmur helmingur landmanna er ánægður með störf Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Ánægja með störf hennar hefur aukist lítillega frá því að hún tók við. Óánægja með störf hennar eykst þó einnig. 21.8.2025 14:57