Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Björgunarmenn hjálpuðu í morgun stjórnvana bát norður af Syðra-Hrauni í Faxaflóa. Í gær aðstoðuðu björgunarsveitir slasaðan göngumann ofan við Grímkelsstaði. 18.6.2025 14:11
Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni. 18.6.2025 13:39
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18.6.2025 11:50
Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Ásgeir Baldursson hefur sett Ísbílaútgerðarina á sölu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1994. Fyrirtækið gerir í dag út fjórtán bíla um allt land. 18.6.2025 10:40
Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn. 18.6.2025 09:39
Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. 17.6.2025 17:07
Skjálfti fannst í Hveragerði Skjálfti reið yfir nálægt Hveragerði um kl. 16 og fannst í byggð. Líklega er skjálftinn um 2,9 að stærð. 17.6.2025 16:15
„Erum að horfa á eitthvað betra en vopnahlé“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst tryggja „alvöru endi“ á stríði Ísraelsmanna og Írana, ekki aðeins vopnahlé. Ríkin hafa skipst á eldflaugaárásum í rúmlega fjóra daga. 17.6.2025 15:59
Fimmtán sæmdir fálkaorðunni Halla Tómasdóttir forseti sæmdi í dag fimmtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu. Þeirra á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Þorlákur Hilmar Morthens, betur þekktur sem myndlistamaðurinn Tolli. 17.6.2025 15:23
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17.6.2025 15:01