Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Ungur maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi kyrkt leigubílstjórann, sem hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. 5.10.2025 20:39
Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag. 5.10.2025 20:01
Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir klukkan níu í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina. 5.10.2025 19:47
„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. 5.10.2025 18:33
Sonur Tinu Turner látinn Tónlistarmaðurinn Ike Turner yngri, sonur söngkonunnar Tinu Turner, er látinn 67 ára að aldri. 5.10.2025 17:26
Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. 4.10.2025 23:40
Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda. 4.10.2025 21:57
Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. 4.10.2025 20:53
Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. 4.10.2025 19:08
Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. 4.10.2025 09:15