Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kort: Sprungan lengist til norðurs

Sprungan á gossvæðinu við Grndavík hefur lengst til norður og hefur sprugna í raun aldrei náð eins langt í eldgosahrinunni sem hófst við Sundhnúk um lok árs 2023. Aftur á móti er tekið að draga úr virkni gossins.

Strand­veiðar bannaðar á morgun

Strandveiðum er að óbreyttu lokið í ár. Fiskistofa mun stöðva strandveiðar á morgun þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. 

Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans

Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu.

Sam­hjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffi­stofuna

Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur.

Skip­stjóri hand­tekinn talinn vera undir á­hrifum

Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku.

Sjá meira