Vill axla ábyrgð eftir misheppnað rán á Pizzunni 23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda. 7.2.2024 15:56
Ítalskur karlmaður handtekinn á Íslandi grunaður um barnaníð Tæplega fimmtugur ítalskur karlmaður búsettur á Íslandi hefur verið handtekinn grunaður um að hafa brotið á að minnsta kosti fimmtíu ungum stúlkum. 7.2.2024 15:13
Innkalla súkkulaðihúðaða banana sem blönduðust valhnetum Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Til hamingju Súkkulaðihúðaða banana. Ástæða innköllunar er sú að við framleiðslu á vörunni hafa blandast saman við hana súkkulaðihúðaðar valhnetur. 7.2.2024 14:22
Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. 7.2.2024 14:16
Vill selja Póstinn og segir ÁTVR tímaskekkju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fækka stofnunum ríkisins. Við sameiningu stofnana megi ekki einblína á að vernda störf. Þá vill hún selja Íslandspóst og brjóta upp ÁTVR. 7.2.2024 13:13
Kraftaverk að eiga von á barni eftir allar lyfjameðferðirnar Birna Almarsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með fjórða stigs eitirfrumukrabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Áfallið var mikið, óvissan um frekari barneignir algjör en það var einmitt dóttir Birnu sem hjálpaði henni langmest í gegnum erfiðu tímana. 7.2.2024 13:00
Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7.2.2024 09:50
Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. 6.2.2024 17:37
Brasilísk bomba berbrjósta við Grindavíkurskilti Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi. 6.2.2024 16:15
Sprenging í matarinnkaupum á netinu Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. 6.2.2024 14:36
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent