Tobba nýjasti fjölmiðlamaðurinn í starf upplýsingafulltrúa Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. 21.2.2024 14:48
Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. 21.2.2024 13:26
Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. 21.2.2024 12:14
Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. 21.2.2024 11:12
Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21.2.2024 10:15
Rýnir í leið Bjarna til að halda Guðlaugi frá formennsku Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. 20.2.2024 17:25
Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi. 20.2.2024 15:31
Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 20.2.2024 13:22
Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20.2.2024 11:36
Hóstandi Eldborgargestir í samkeppni við Víking Heiðar Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni. 20.2.2024 10:14