Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Unnið að viðgerð á Njarðvíkurlögn í vetur. Vísir/Ívar Fannar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira