Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Unnið að viðgerð á Njarðvíkurlögn í vetur. Vísir/Ívar Fannar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira