Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28.2.2024 06:01
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28.2.2024 01:03
DNA konu fannst á typpi karlmanns en dugði ekki til Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki. 27.2.2024 16:43
Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. 27.2.2024 13:28
Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. 27.2.2024 11:39
Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. 27.2.2024 09:58
35 fermetrar á 220 þúsund krónur Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2024 20:00
Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 26.2.2024 17:07
Gripinn glóðvolgur með tvö kíló af kókaíni Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum. 26.2.2024 13:42
Tóku 23 milljarða tilboði í morgunsárið Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins. 26.2.2024 09:31