Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tárin runnu niður kinnar

Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.

Peningar ekki vanda­mál í næsta verk­efni Björns Zoëga

Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Sam­staða hefði myndast gegn konu í um­töluðu nauðgunar­máli

23 ára gömul kona sem sýknuð var af ásökunum um rangar sakargiftir í nauðgunarmáli var greind með áfallastreituröskun eftir endurtekin viðtöl hjá sálfræðingi. Skilaboð til vinkonu þess efnis að kynlíf með stráknum hefði verið gott voru ekki nægjanleg til að sanna að hún væri sek um rangar sakargiftir. Samstaða virtist hafa myndast meðal hóps gegn konunni. 

Bein út­sending: Eldræður á bar­áttu­degi kvenna

Von er á fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Efnt er til kvennagöngu fyrir Palestínu og von á eldræðum á baráttufundi í Kolaportinu í framhaldi af göngunni, upp úr klukkan 17. Vísir verður í beinni frá baráttufundinum.

Milduðu dóm í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Krzysztof Romaniuk hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn eftir hádegið.

Refsing Vil­hjálms þyngd fyrir að nauðga og svipta vændis­konu frelsi

Vilhjálmur Freyr Björnsson þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl 2021. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund.

Dómur fyrir nauðgun á Írskum dögum stendur

Eldin Skoko, karlmanni á 37. aldursári, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í nauðgunarmáli sem Landsréttur tók til meðferðar eftir að beiðni hans um endurupptöku var samþykkt. Eldin fékk tveggja og hálfs árs dóm í héraði og Landsrétti árið 2018 og fór úr landi þegar honum var veitt reynslulausn árið 2020.

Eins og verið sé að bæta kjör örv­hentra um­fram rétt­hentra

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi.

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Sjó­manna­fé­lagið stundi skemmdar­starf­semi

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirsvarsmenn Sjómannafélags Íslands ekki sýna neinn vilja til að semja um kaup og kjör fyrir hönd sinna félagsmanna. Samningar þeirra hafa verið lausir frá árinu 2019.

Sjá meira