Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir fór nýjar leiðir og tók upp nýársávarp forsætisráðherra á RÚV þann 30. desember. Fyrir vikið var hún mætt á réttum tíma í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, breyting sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks fannst magnað að hún hefði fengið í gegn. vísir/hulda margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. „Ég er búin að ákveða mig en það á eftir að kjósa um þetta á þingflokksfundi í Samfylkingunni. Og við höfum þann vana á að við ræðum við okkar þingflokka þegar kemur að svona hlutum. Það er alveg búið að ganga frá þessu. Svo þarf að manna stjórnina. Það verður bara flottur einstaklingur þarna,“ sagði Kristrún í Kryddsíld Stöðvar 2. Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur þótt þekkja vel til innan Samfylkingarinnar eftir störf fyrir flokkinn á árum áður meðal annars sem formaður Ungra jafnaðarmanna, sagði í hlaðvarpinu Bakherberginu að hann hefði heimildir fyrir því að Degi B. Eggertssyni hefði verið lofuð staðan gegn því að fallast á annað sæti á lista flokksins í borginni en ekki það fyrsta. Vandræðalegu skilaboðin Í aðdraganda kosninga benti Kristrúnu líklegum kjósanda flokksins í Grafarvogi á að hann gæti strikað Dag út af lista flokksins ef hann hefði eitthvað á móti Degi. Ábendingin var hluti af löngu svari Kristrúnar til viðkomandi í textaskilaboðum sem voru birt í heild sinni. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Stöð 2/Einar Kristrún sagðist í Samtalinu með Heimi Má í lok október hafa beðið Dag afsökunar á skilaboðunum þar sem Dagur var nefndur aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna það að mér varð á í þessu. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði Kristrún í Samtalinu með Heimi Má. Andrés sagðist telja Kristrúnu í nokkrum vandræðum vegna þess fjölda kjósenda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem strikuðu yfir nafn Dags í kosningunum, svo margir að Dagur færðist niður um sæti á lista flokksins. Þingflokksformenn eru oftar en ekki valdir úr hópi þingmanna með reynslu af þingstörfum. Af þingmönnum Samfylkingarinnar sem ekki urðu ráðherrar er reynsla á þingi afar lítil. Dagbjört Hákonardóttir líklega sú reynslumesta eftir varaþingmennsku árið 2022 en hún tók svo sæti á þingi árið 2023. Dagur hefur langmesta reynslu af stjórnmálum þó það sé á sveitastjórnarstiginu. Sjálfur nefndi Andrés Guðmund Ara Sigurjónsson sem líklegastan til að hreppa stöðuna. Guðmundur hefur verið í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi en söðlaði um og náði sæti á þingi fyrir flokkinn í Kraganum. Reynsluleysi kostur og galli „Það er alveg rétt. Það er kosturinn og gallinn við endurnýjun. Það koma nýir einstaklingar inn. En það eru fullt af hæfu fólki sem getur gegnt þessari stöðu hjá Samfylkingunni. Þetta er auðvitað eitthvað sem fólk lærir. Það er margt klárt fólk sem getur lært þetta hratt,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Dagbjört Hákonardóttir þingmaður flokksins við setningu Alþingis.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekkert risaleyndarmál. Þetta er bara praktískt atriði. Það á eftir að halda þingflokksfund.“ Það hafi bara ekki gefist tími til að ræða málið. Hún stefni á samtöl við þingflokkinn í lok vikunnar og hún virði ferli Samfylkingarinnar um að greiða atkvæði um stöðuna. Óháð öllu fari þau Dagur brosandi saman inn í nýtt ár. „Auðvitað gerum við það, engin spurning. Hann kemur með mikilvæga og dýrmæta reynslu inn. Hefur lagt sig allan fram við að styðja við þetta verkefni. Þetta er líka ný vegferð fyrir hann. Hann kemur með reynslu úr borgarmálunum. Það er öðruvísi að vera á sveitarstjórnarstigi. Fullt af fólki sem kemur þaðan og upplifir ákveðnar nýjungar í þinginu. Ég hlakka bara til að sjá hvað hann gerir og fleira frábært fólk í þinginu.“ Kryddsíldina í heild má sjá að neðan. Samfylkingin Kryddsíld Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég er búin að ákveða mig en það á eftir að kjósa um þetta á þingflokksfundi í Samfylkingunni. Og við höfum þann vana á að við ræðum við okkar þingflokka þegar kemur að svona hlutum. Það er alveg búið að ganga frá þessu. Svo þarf að manna stjórnina. Það verður bara flottur einstaklingur þarna,“ sagði Kristrún í Kryddsíld Stöðvar 2. Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur þótt þekkja vel til innan Samfylkingarinnar eftir störf fyrir flokkinn á árum áður meðal annars sem formaður Ungra jafnaðarmanna, sagði í hlaðvarpinu Bakherberginu að hann hefði heimildir fyrir því að Degi B. Eggertssyni hefði verið lofuð staðan gegn því að fallast á annað sæti á lista flokksins í borginni en ekki það fyrsta. Vandræðalegu skilaboðin Í aðdraganda kosninga benti Kristrúnu líklegum kjósanda flokksins í Grafarvogi á að hann gæti strikað Dag út af lista flokksins ef hann hefði eitthvað á móti Degi. Ábendingin var hluti af löngu svari Kristrúnar til viðkomandi í textaskilaboðum sem voru birt í heild sinni. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Stöð 2/Einar Kristrún sagðist í Samtalinu með Heimi Má í lok október hafa beðið Dag afsökunar á skilaboðunum þar sem Dagur var nefndur aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna það að mér varð á í þessu. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði Kristrún í Samtalinu með Heimi Má. Andrés sagðist telja Kristrúnu í nokkrum vandræðum vegna þess fjölda kjósenda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem strikuðu yfir nafn Dags í kosningunum, svo margir að Dagur færðist niður um sæti á lista flokksins. Þingflokksformenn eru oftar en ekki valdir úr hópi þingmanna með reynslu af þingstörfum. Af þingmönnum Samfylkingarinnar sem ekki urðu ráðherrar er reynsla á þingi afar lítil. Dagbjört Hákonardóttir líklega sú reynslumesta eftir varaþingmennsku árið 2022 en hún tók svo sæti á þingi árið 2023. Dagur hefur langmesta reynslu af stjórnmálum þó það sé á sveitastjórnarstiginu. Sjálfur nefndi Andrés Guðmund Ara Sigurjónsson sem líklegastan til að hreppa stöðuna. Guðmundur hefur verið í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi en söðlaði um og náði sæti á þingi fyrir flokkinn í Kraganum. Reynsluleysi kostur og galli „Það er alveg rétt. Það er kosturinn og gallinn við endurnýjun. Það koma nýir einstaklingar inn. En það eru fullt af hæfu fólki sem getur gegnt þessari stöðu hjá Samfylkingunni. Þetta er auðvitað eitthvað sem fólk lærir. Það er margt klárt fólk sem getur lært þetta hratt,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Dagbjört Hákonardóttir þingmaður flokksins við setningu Alþingis.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekkert risaleyndarmál. Þetta er bara praktískt atriði. Það á eftir að halda þingflokksfund.“ Það hafi bara ekki gefist tími til að ræða málið. Hún stefni á samtöl við þingflokkinn í lok vikunnar og hún virði ferli Samfylkingarinnar um að greiða atkvæði um stöðuna. Óháð öllu fari þau Dagur brosandi saman inn í nýtt ár. „Auðvitað gerum við það, engin spurning. Hann kemur með mikilvæga og dýrmæta reynslu inn. Hefur lagt sig allan fram við að styðja við þetta verkefni. Þetta er líka ný vegferð fyrir hann. Hann kemur með reynslu úr borgarmálunum. Það er öðruvísi að vera á sveitarstjórnarstigi. Fullt af fólki sem kemur þaðan og upplifir ákveðnar nýjungar í þinginu. Ég hlakka bara til að sjá hvað hann gerir og fleira frábært fólk í þinginu.“ Kryddsíldina í heild má sjá að neðan.
Samfylkingin Kryddsíld Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira