Heilsaði upp á meint fórnarlömb sín Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða. 18.6.2024 16:13
Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. 18.6.2024 13:59
Án rafmagns í tuttugu mínútur Rafmagnslaust varð á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgarfirði eystri og nærsveitum korter yfir tíu í morgun vegna útleysingar frá tengivirki við Eyvindará. 18.6.2024 10:57
Hreint hjá Vallý Vallý Helgadóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ræstingafyrirtækinu Hreint. Hlutverk hennar verður að halda utan um rekstur og þróun sviðsins, móta og efla þjónustu Hreint til viðskiptavina og styðja við starfsfólk sem sinnir þjónustunni. 18.6.2024 10:45
Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. 5.6.2024 16:01
Sorg í Neskaupstað vegna andláts barns Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi. 5.6.2024 14:56
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5.6.2024 14:34
Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4.6.2024 17:00
Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. 4.6.2024 16:24
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4.6.2024 14:06