Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum

Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja.

Æfa sig með franskan ísbrjót í togi

Varðskipið Þór er þessa stundina með franska ísbrjótinn Le Commandant Charcot í togi suður af Látrabjargi á Breiðarfirði. Um æfingu er að ræða.

Gerðu lykiluppgötvun í bar­áttunni við Alzheimer

Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. 

Soda­stream-flaskan sem sprakk í frum­eindir sínar

Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við.

Ben McKenzie á Kaffi Vest

Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni.

Full­vissaði brotna dóttur sína um að þau væru ást­fangin

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

RÚV fær liðs­styrk frá Heimildinni

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst.

Sjá meira