Laus hross vegna yfirfullra skurða Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi. 21.2.2022 14:12
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21.2.2022 14:06
Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 18.2.2022 15:44
Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu. 18.2.2022 15:34
Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18.2.2022 15:27
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18.2.2022 14:30
Sex sækjast eftir tveimur embættum aðstoðarlögreglustjóra Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins. 18.2.2022 12:35
Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir. 18.2.2022 10:27
Stór vöruflutningabíll í vegkantinum á Suðurlandi Stór vöruflutningabíll liggur á hliðinni úti í vegkantinum á Hringveginum austan Þjórsár. Þetta sýna ljósmyndir sem blaðamaður Vísis náði á svæðinu í dag. 17.2.2022 16:46
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17.2.2022 16:36