Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. 17.2.2022 16:06
Helgi ætlar sér sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, gefur kost á sér í fimmta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars næstkomandi. 17.2.2022 15:48
Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. 17.2.2022 15:28
Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. 17.2.2022 10:27
Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. 16.2.2022 17:30
Sakaður um nauðgun fyrir tólf árum meðan konan svaf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa á heimili sínu í desember fyrir rúmum tólf árum haft samræði og önnur kynferðismök við konu. 16.2.2022 17:00
Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. 16.2.2022 15:54
Veiran náði í skottið á Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er með Covid-19. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook. 16.2.2022 11:20
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16.2.2022 09:10
Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. 15.2.2022 22:38