Fréttakviss vikunnar: Íslendingur í Eurovision og strákabönd í heimsókn Hvað haldiði? Síðasta kvissið í febrúar og næst þegar við hittumst verður kominn mars. Já sólin hækkar á lofti og ekki úr vegi að vinda sér í veisluna. Fréttakviss vikunnar er mætt. 25.2.2023 09:01
Umdeildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur verulega Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. 24.2.2023 14:30
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24.2.2023 13:21
Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. 23.2.2023 14:55
Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23.2.2023 13:45
Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum. 22.2.2023 14:30
Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. 22.2.2023 10:38
Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22.2.2023 08:00
Slaufa auglýsingum á Stöð 2+ Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur. 22.2.2023 07:01
Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. 22.2.2023 06:01