Jónas Elíasson prófessor er látinn Dr. Jónas Elíasson, prófessor emeritus, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 8. janúar 84 ára gamall. 10.1.2023 16:54
Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti. 10.1.2023 16:26
Ólafur Hrafn Ásgeirsson er látinn Ólafur Hrafn Ásgeirsson, kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést 2. janúar síðastliðinn á líknardeild Landspítala. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram í kyrrþey. 10.1.2023 16:00
Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10.1.2023 13:14
Jón Eðvald ráðinn í nýja stöðu hjá Eykt Jón Eðvald Malmquist hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Eyktar ehf. frá 1. janúar 2023. Um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu. 10.1.2023 12:19
Engin fagleg rök fyrir aðgerðum á landamærum vegna Covid í Kína Sóttvarnalæknir telur engin fagleg rök fyrir því að taka upp aðgerðir á landamærum hér á landi til að vernda lýðheilsu vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. 10.1.2023 11:46
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10.1.2023 11:16
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10.1.2023 09:59
Vera nýr framkvæmdastjóri Lífs styrktarfélags Vera Víðisdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags frá og með 1. janúar 2023. Áður starfaði Vera hjá hönnunarfyrirtækinu iglo+indi, en þar á undan rak hún eigin barnafataverslun. Undanfarin þrjú ár hefur Vera verið búsett í New York, ásamt fjölskyldu sinni. 10.1.2023 09:10
Fjölmargar ábendingar borist um vitni í Breiðholtslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar ábendingar um vitni að því þegar hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug í desember. Andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. 9.1.2023 17:06