Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 18:19 Daníel segir mikilvægt að bændurnir láti kindurnar sem fyrst af hendi. Vísir/Vilhelm Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira