Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 18:19 Daníel segir mikilvægt að bændurnir láti kindurnar sem fyrst af hendi. Vísir/Vilhelm Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent