Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu

Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar.

Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Æsi­spennandi átta liða úr­slit en ein­stefna í úr­slitunum

Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit.

Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu

Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt.

Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika.

Fimm­tán ára stúlka um borð í bát með alræmdum of­beldis­manni

Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi.

Tímamót í 25 ára sögu Vísis

Aldarfjórðungur er liðinn síðan Vísi var komið á koppinn. Fjölmargir blaðamenn, fréttastjórar, ljósmyndarar, umbrotsmenn, tökumenn, klipparar og fagfólk með aðra titla hafa tekið þátt í vexti miðilsins sem í dag er sá mest lesni á landinu. 

Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar.

Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein

Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða.

Sjá meira