Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 10:38 Kristján Loftsson sagðist í viðtali við fréttastofu í gær ætla að sækja um áframhaldandi heimild til hvalveiða þegar núgildandi heimild rennur út um áramótin. Vísir/Vilhelm Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02