Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hælisleitendur, Úkraína og Barbie í brennidepli

Barbie, hælisleitendur, orkumál og stríðið í Úkraínu verður í brennidepli í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Hópslagsmál og hávaðatilkynningar í nótt

Lögreglan var kölluð til í Reykjavík og í Kópavogi í nótt vegna hópslagsmála. Alls voru 77 mál skráð hjá lögreglu yfir hálfan sólarhring, frá fimm síðdegis þar til í nótt.

Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum

Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 

Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut.

Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings

Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni.

Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm

Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum.

Sjá meira