Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25.3.2025 10:47
Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra. 25.3.2025 10:32
Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi. 24.3.2025 13:00
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24.3.2025 11:07
Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kynnti framboðslista sína í gærkvöldi fyrir komandi kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. 21.3.2025 14:35
Ekki skárra fyrir 35 árum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra. 21.3.2025 14:18
Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21.3.2025 11:05
Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21.3.2025 10:27
Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21.3.2025 09:59
Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. 20.3.2025 17:08