Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21.10.2021 06:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að bjóða meðlimum yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi að gangast undir sektargreiðslu vegna vankanta sem voru á talningu í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. 20.10.2021 11:32
Fyrirhuguð framleiðsluaukning jarðefnaeldsneytis ósamrýmanleg loftslagsmarkmiðum Áætlanir ríkisstjórna heimsins gera ráð fyrir aukningu á framleiðslu jarðefnaeldsneytis næsta áratuginn. Þessi staðreynd er algerlega ósamræmanleg því samkomulagi flestra ríkja að reynt verði að sporna við hlýnun jarðarkringlunnnar. 20.10.2021 10:23
Þverpólitísk sátt um ávítur á hendur Bannon Nefnd þingmanna úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem rannsakar uppþotið og árásina á þinghúsið í Washington í janúar hefur úrskurðað samhljóða að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Dondalds Trump fyrrverandi forseta, hafi gerst sekur um að sýna þinginu óvirðingu. 20.10.2021 06:47
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við af ákvörðun heilbrigðisráðherra um afléttingar innanlands en Tvö þúsund mega koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkustund frá og með miðnætti í kvöld. Þá er stefnt að fullri afléttingu eftir fjórar vikur. 19.10.2021 11:35
Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu. 19.10.2021 07:57
Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. 19.10.2021 06:57
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna um tillögur sem lagðar verða fyrir borgarstjórn á morgun þar sem lagt er til að farið verði í flýtimeðferð í skipulagningu á lóðamálum í borginni. 18.10.2021 11:31
Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. 18.10.2021 07:38
Að minnsta kosti 24 látnir í miklum rigningum á Indlandi Miklar rigningar hafa gengið yfir suðurhluta Indlands síðustu daga og hafa ár víða flætt yfir bakka sína með tilheyrandi tjóni og röskun á samgöngum. 18.10.2021 06:48