Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um uppbyggingaráform í Reykjavík en árviss ráðstefna um það efni fór fram í ráðhúsinu í morgun. 29.10.2021 11:36
Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. 29.10.2021 07:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni sem brýnir fyrir almenningi að líta í eigin barm og takmarka sína hegðun til að ná yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar niður. 28.10.2021 11:30
Bensínstöðvar í Kína farnar að skammta eldsneyti Bensínstöðvar í Kína hafa margar hverjar tekið upp á því að skammta dísilolíu til viðskiptavina sinna í ljósi hækkandi verðs og minnkandi framboðs. Skömmtunin nær jafnt til almennings sem og til atvinnubílstjóra. 28.10.2021 07:06
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28.10.2021 06:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni sem er afar svartsýnn á ástandið í kórónuveirufaraldrinum í ljósi fjölgunar smitaðra síðustu daga. Þ 27.10.2021 11:34
Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27.10.2021 07:38
Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27.10.2021 07:20
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um kórónuveiruna og smit sem komin eru upp á Landspítalanum. 26.10.2021 11:34
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26.10.2021 07:52