Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, ofbeldisalda á Íslandi og mannréttindabrot í Íran verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. 24.11.2022 11:33
Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24.11.2022 07:29
Staðfest kórónusmit aldrei fleiri í Kína Kórónuveiran virðist vera að sækja verulega í sig veðrið í Kína þessi dægrin en í gær voru tæplega 32 þúsund tilfelli staðfest af veirunni í landinu öllu en það það mesta sem sést hefur þar frá því veiran fór fyrst að láta á sér kræla. 24.11.2022 07:21
Aukið ofbeldi og meira um vopn Síðastliðin ár hefur færst mjög í vöxt að fangar í íslenskum fangelsum beiti ofbeldi og noti til þess vopn af ýmsu tagi. Bæði fangar og fangaverðir hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna þessa. 24.11.2022 07:14
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um árásina í Bankastræti Club á dögunum, niðurstöðu COP27 ráðstefnunar í Egyptalandi og verkefnið Römpum upp Reykjavík sem náði merkisáfanga í morgun. 21.11.2022 11:35
Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21.11.2022 07:30
Herjólfur kominn til Eyja en morgunferðir falla niður Ferðir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs riðluðust í gær þegar upp kom bilun í stefnishurð skipsins þar sem það var statt í Þorlákshöfn. 21.11.2022 07:17
Hádegisfréttir Bylgjunnar Árásin í Bankastræti Club í gærkvöldi verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar en þar urður þrír ungir menn fyrir hnífstungum. Einnig verður fjallað um loftslagsráðstefnuna COP27 í Egyptalandi og aurskriðuna sem féll fyrir norðan í gærmorgun. 18.11.2022 11:32
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18.11.2022 07:43
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18.11.2022 07:34