Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. Innlent 19. febrúar 2021 15:05
Ráðin sérfræðingar hjá Expectus Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur. Viðskipti innlent 19. febrúar 2021 14:24
Ráðin til að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitunnar Birna Bragadóttir hefur verið ráðin til þess að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitu Reykjavíkur sem opna mun í Elliðaárdal undir merkjum Elliðaárstöðvar síðar á árinu. Alls sóttu 170 manns um stöðuna. Viðskipti innlent 19. febrúar 2021 11:19
Ásthildur Margrét hættir í stjórn Marel Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 14:58
Hirti falið að lokka fleiri ferðamenn til Grænlands Hjörtur Smárason hefur verið ráðinn sem nýr forstjóri Ferðamálaráðs Grænlands, Visit Greenland. Hann mun taka við stöðunni af Juliu Pars í byrjun apríl. Viðskipti erlent 18. febrúar 2021 13:30
Reynir Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Valitor Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor en á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Viðskipti innlent 17. febrúar 2021 17:27
Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 13:39
Guðrún nýr formaður Félags atvinnurekenda Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var kjörin formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í dag. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, lét af formennsku eftir fjögur ár í stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 16:40
Þrír ráðnir til Dohop Ingi Fjalar Magnússon, Daði Steinn Brynjarsson og Kristján Þór Jónsson hafa verið ráðnir sem sérfræðingar hjá ferðatæknifyritækinu Dohop. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 09:30
Gunnar stýrir öllum álverum Century á heimsvísu Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, hefur verið ráðinn til að stýra álverum Century Aluminum í Evrópu og Norður Ameríku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 10:38
Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 11:11
Einar tekur við sem framkvæmdastjóri og nýir eigendur bætast við Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran hafa gengið inn í eigendahóp ráðgjafafyrirtækisins Intellecta. Samhliða breytingunum hefur Einar Þór Bjarnason tekið vuð stöðu framkvæmdastjóra af Þórði S. Óskarssyni, stofnanda Intellecta. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 10:55
Dúi ráðinn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Viðskipti innlent 8. febrúar 2021 09:51
Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson stýra Sequences X Tilkynnt hefur verið að Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson munu verða sýningarstjórar myndlistarhátíðarinnar Sequences X í október. Elísabet Jökulsdóttir verður heiðurslistamaður hátíðarinnar. Menning 7. febrúar 2021 10:00
Lára af skjánum og til Aztiq Fund Lára Ómarsdóttir, sem starfað hefur sem fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðin samskiptastjóri Aztiq Fund. Viðskipti innlent 5. febrúar 2021 13:17
Auður Ýr nýr forstöðumaður flugverndar Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 5. febrúar 2021 10:51
Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Viðskipti innlent 4. febrúar 2021 14:23
Þrettán sóttu um stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu Alls bárust þrettán umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 4. febrúar 2021 12:16
Arnar fyrsti karlmaðurinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Stjórn Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. Innlent 2. febrúar 2021 15:39
Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viðskipti innlent 2. febrúar 2021 10:19
Lára kveður skjáinn Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Innlent 1. febrúar 2021 15:48
Endurráðinn níu mánuðum eftir að hann hætti af persónulegum ástæðum Guðmundur Kristjánsson hefur verið endurráðinn sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims en hann lét af störfum sem forstjóri í lok apríl á síðasta ári. Viðskipti innlent 29. janúar 2021 12:27
Birkir nýr markaðsstjóri Storytel á Íslandi Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport. Viðskipti innlent 28. janúar 2021 15:41
Ingibjörg nýr forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni en Ingibjörg starfaði áður sem verkefnastjóri hjá SA. Viðskipti innlent 28. janúar 2021 15:07
Magnús Magnússon framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Viðskipti innlent 28. janúar 2021 12:15
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 13:22
Söguleg skipun forstöðumanns Fjölmenningarseturs Nicole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins. Innlent 26. janúar 2021 16:18
Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. Viðskipti innlent 26. janúar 2021 10:35
Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Viðskipti innlent 26. janúar 2021 10:13
Elfa Svanhildur nýr forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Innlent 25. janúar 2021 12:06