Nýlega lét Vigfús Ásgeirsson, sem hefur við tryggingastærðfræðingur Gildis frá stofnun sjóðsins árið 2005, af störfum sökum aldurs og fyllir Benedikt í skarð hans. Benedikt var eins og kunnugt er formaður Viðreisnar og alþingismaður á árunum 2016 til 2017, og fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.
Benedikt, sem er stærðfræðingur að mennt, gerði úttekt á lífeyriskerfinu í fyrra þar sem hann spáði því að lífeyrir á hvern ellilífeyrisþega gæti fjórfaldast á næstu 50 árum sökum kaupmáttaraukningar á tímabilinu og hærri iðgjalda. Samkvæmt spánni verða ellilífeyrisþegar 2,5 sinnum fleiri árið 2070 en þeir eru í dag en yfir sama tímabil mun ellilífeyrir tífaldast.
Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar mátti skilja sem svo að Benedikt hefði verið ráðinn sem starfmaður Gildis. Beðist er velvirðingar á ónákvæmu orðalagi.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.