Bjarki nýr inn í lykilstjórnendahóp N1 Bjarki Már Flosason hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1 og verður þar með hluti af forstöðumannahóp félagsins. Bjarki sinnti áður starfi þróunarstjóra stafrænna lausna hjá N1. Viðskipti innlent 16. september 2022 08:56
Emilía nýr verkefnastjóri hjá Húsasmiðjunni Emilía Borgþórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Hún hefur nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 15. september 2022 10:16
Andrea nýr forstöðumaður hjá Fossum Andrea Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns á skrifstofu forstjóra Fossa fjárfestingarbanka. Hún hefur störf í dag. Viðskipti innlent 15. september 2022 10:03
Guðrún Edda, Stefanía og Vigdís Perla til liðs við Aton.JL Aton.JL hefur ráðið þær Guðrúnu Eddu Guðmundsdóttur, Stefaníu Reynisdóttur og Vigdísi Perlu Maack til starfa. Allar hafa þær þegar hafið störf. Guðrún Edda og Stefanía starfa sem ráðgjafar og Vigdís sem verkefnastjóri. Viðskipti innlent 14. september 2022 10:54
Lóa Fatou nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Good Good Lóa Fatou Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO) í höfuðstöðvum matvælafyrirtækisins Good Good í Reykjavík. Hún mun sem slíkur leiða uppsetningu og rekstur á starfsemi fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku. Viðskipti innlent 14. september 2022 08:56
Hörn ráðin til Transition Labs Hörn Halldóru- og Heiðarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Transition Labs þar sem hún mun gegna stöðu verkefnastjóra. Viðskipti innlent 14. september 2022 08:44
Kemur til 50skills frá CreditInfo Kristín Helga Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu 50skills sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði ráðninga. Hún starfaði áður hjá Creditinfo Lánstrausti þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns vöru- og verkefnastýringar. Viðskipti innlent 14. september 2022 08:13
Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Viðskipti innlent 13. september 2022 20:44
Kemur ný inn í eigenda hóp Réttar Védís Eva Guðmundsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Hún hefur sérhæft sig í mannréttindamálum og Evrópurétti og hefur starfað á stofunni frá 2020. Viðskipti innlent 13. september 2022 12:58
Ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá Arctic Adventures Sindri Snær Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventure. Viðskipti innlent 13. september 2022 08:10
Nýr framkvæmdastjóri hjá Kerecis Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum. Viðskipti innlent 12. september 2022 12:00
Laufey hættir hjá Sjálfstæðisflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða. Innlent 12. september 2022 07:23
Matthías frá Arion banka til Héðins Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans. Viðskipti innlent 8. september 2022 10:09
Soffía Theódóra nýr fjárfestingastjóri hjá Brunni Soffía Theódóra Tryggvadóttir hefur verið ráðin fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures. Soffía Theódóra kemur til Brunns frá bandaríska Fortune 500 fyrirtækinu NetApp. Hjá Brunni mun Soffía Theódóra sinna greiningu og öflun fjárfestingatækifæra, byggja upp tengslanet við erlenda vísifjárfesta og starfa með stjórnendum og frumkvöðlum að lokinni fjárfestingu. Viðskipti innlent 8. september 2022 09:52
Ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Dohop Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin nýr framkæmdastjóri rekstrar hjá Dohop (e. COO) og mun hún sem slíkur bera ábyrgð á fjármálum og rekstri félagsins. Hún mun sitja í framkvæmdastjórn Dohop. Viðskipti innlent 8. september 2022 08:58
Margrét frá Brunni Ventures og til Transition Labs Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir verið ráðin sem yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs. Hún var áður fjárfestingarstjóri hjá Brunni Ventures en þar á undan starfaði hún sem aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International. Viðskipti innlent 8. september 2022 08:51
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. Viðskipti innlent 8. september 2022 08:45
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. Viðskipti innlent 7. september 2022 17:35
Steen Magnús ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga Steen Magnús Friðriksson hefur verið ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Steen Magnús hefur starfað sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðin sex ár. Innlent 7. september 2022 13:37
Fjórtán sóttu um embætti hagstofustjóra Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti hagstofustjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september síðastliðinn. Innlent 7. september 2022 12:31
Ráðin nýr verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu og mun stýra barna- og fjölskyldudagskrá Hljóðhimna, nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu. Viðskipti innlent 7. september 2022 10:09
Júlía tekur við stöðunni af Margréti hjá Ölgerðinni Júlía Eyfjörð Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:24
Gísli nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans Gísli Óttarsson hefur tímabundið tekið við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Hann tekur við stöðunni af Elmari Ásbjörnssyni sem hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 7. september 2022 08:44
Margrét hættir hjá Ölgerðinni Margrét Arnardóttir hefur óskað að láta af störfum sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar og samið um starfslok sín. Viðskipti innlent 7. september 2022 07:48
Hrund skipuð framkvæmdastjóri hjúkrunar til áramóta Hrund Scheving Thorsteinsson verður framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá 26. september til áramóta, þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra hjúkrunar í stað Sigríðar Gunnarsdóttur. Innlent 6. september 2022 11:31
Sigríður Júlía nýr kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri en hún er jafnframt forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Viðskipti innlent 6. september 2022 08:21
Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante. Viðskipti innlent 5. september 2022 15:54
Ellen nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla Ellen Calmon, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Ílandi. Ellen tekur við af Ernu Reynisdóttur sem hefur stýrt samtökunum síðustu tíu ár. Innlent 5. september 2022 13:29
Ráðinn forstjóri Skaginn 3X og BAADER Ísland Sigsteinn Grétarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Skaginn 3X og BAADER Ísland. Viðskipti innlent 5. september 2022 10:46
Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Viðskipti innlent 2. september 2022 14:36