Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ragga Rix vann Rímna­flæði 2021

Ragga Rix stóð uppi sem sigurvegari Rímnaflæðis, rappkeppni unga fólksins, sem fór fram í kvöld. Hún flutti frumsamið lag sitt Mætt til leiks.

Lífið
Fréttamynd

Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl.

Tónlist
Fréttamynd

Switchstance með Quarashi kom út fyrir 25 árum

Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta sveit landsins fyrr og síðar. Sveitin naut gífulegrar velgengni bæði hér á klakanum sem og erlendis. Sveitin gaf út fimm hljóðversplötur en sú fyrsta, Switchstance kom einmitt út á þessum degi, 28. Nóvember 1996 og fagnar því 25 árum í dag!

Albumm
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson

Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður þarf að treysta á örlögin“

Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur út sína fyrstu stuttskífu (EP), Maybe The Best Has Yet To Come, 26. nóvember næstkomandi. Eins og titillinn vísar til eru skilaboðin að þegar á móti blæs þarf maður að treysta á örlögin, að manni hafi verið ætlað eitthvað annað og jafnvel betra. Lögin eru grípandi popp sem endurspegla tilfinningar, svo sem glettni, þrá, uppgjör og bjartsýni til framtíðar.

Lífið
Fréttamynd

Bry­an Adams greinist aftur með kórónu­veiruna

Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna í dag. Söngvarinn tók próf þegar hann lenti á Ítalíu í morgun sem reyndist jákvætt. Adams ber sig vel en segist fara á spítala til öryggis.

Lífið
Fréttamynd

Sleik um jólin?

Englahár, konfektvíma, steikur og sleikur. Inn í grámygluna og Covid-kvíðann færa The Post Performance Blues Band okkur myndband við harm blítt jólalag sveitarinnar Bleik jól.

Albumm
Fréttamynd

Dívur frá Detroit á toppnum

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög október og nóvembermánaðar. Á toppnum trónir Dames Brown, tríó söngdíva frá Detroit.

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Arnalds til­­­nefndur til tveggja Gram­­my-verð­­launa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 

Tónlist
Fréttamynd

Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar

Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana.

Tónlist