Albumm gerir samning við SIRKUS Steinar Fjeldsted skrifar 8. ágúst 2022 14:30 Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen stofnendur og eigendur Albumm.com. Tónlistar- og menningarvefurinn Albumm.com gerir samning við skemmtistaðinn Sirkus um tónleikahald. Sirkus opnaði að nýju fyrir stuttu og hafa móttökurnar verið vægast sagt glimrandi. Sirkus á sér langa sögu og var einn vinsælasti skemmtistaður landsins en staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Margar hljómsveitir og listafólk sóttu staðinn og má nefna t.d. færeysku listamennina Eivöru Pálsdóttur og pönksveitina 200 en margir færeyskir listamenn hafa tengst Sirkus á einn eða annan hátt. Að sjálfsögðu var staðurinn ávallt stappaður af íslensku listafólki og má t.d nefna Sigur Rós, Björk, Botnleðju, Quarashi, Maus, Ensími og fleiri. Allt er eins og það á að vera, pálmatrén eru á sínum stað og að sjálfsögðu borðin en þau eru öll skreytt af okkar helstu listamönnum. Hátt í tuttugu listamenn tóku þátt í að skreyta allan staðinn, sem setur skemmtilegan svip á staðinn. Albumm mun halda nokkra tónleika í mánuði á Sirkus og verður engin tónlistarstefna látin ósnert. „Það er kominn tími á að halda tónleika á flottum stað eins og Sirkus. Þetta er besti staður bæjarins og þess vegna völdum við Sirkus. Væbið þarna inni er einstakt og stemningin frábær, ekki flóknara en það," segir Steinar Fjeldsted einn af eigendum Albumm.com. Hægt er að sjá dagskrána fyrir ágúst hér að ofan. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Sirkus opnaði að nýju fyrir stuttu og hafa móttökurnar verið vægast sagt glimrandi. Sirkus á sér langa sögu og var einn vinsælasti skemmtistaður landsins en staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Margar hljómsveitir og listafólk sóttu staðinn og má nefna t.d. færeysku listamennina Eivöru Pálsdóttur og pönksveitina 200 en margir færeyskir listamenn hafa tengst Sirkus á einn eða annan hátt. Að sjálfsögðu var staðurinn ávallt stappaður af íslensku listafólki og má t.d nefna Sigur Rós, Björk, Botnleðju, Quarashi, Maus, Ensími og fleiri. Allt er eins og það á að vera, pálmatrén eru á sínum stað og að sjálfsögðu borðin en þau eru öll skreytt af okkar helstu listamönnum. Hátt í tuttugu listamenn tóku þátt í að skreyta allan staðinn, sem setur skemmtilegan svip á staðinn. Albumm mun halda nokkra tónleika í mánuði á Sirkus og verður engin tónlistarstefna látin ósnert. „Það er kominn tími á að halda tónleika á flottum stað eins og Sirkus. Þetta er besti staður bæjarins og þess vegna völdum við Sirkus. Væbið þarna inni er einstakt og stemningin frábær, ekki flóknara en það," segir Steinar Fjeldsted einn af eigendum Albumm.com. Hægt er að sjá dagskrána fyrir ágúst hér að ofan. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið