Þetta eru lög ársins á Bylgjunni Bylgjan hefur tekið saman lista yfir vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2023. Listinn er valinn út frá öllum Bylgjulistum ársins. Tónlist 1. janúar 2024 16:30
Herbert skuldlaus og fullur af þakklæti Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum. Lífið 31. desember 2023 17:55
Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Tónlist 31. desember 2023 17:10
Heitasti plötusnúður heims í íslenskri hönnun Þekkti breski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Fred Again, þekktur fyrir smelli á borð við Turn On The Lights again, Marea, Ten og Adore U er hrifinn af íslenskri hönnun frá 66°Norður. Tíska og hönnun 29. desember 2023 19:01
Sagði Patrik lélegan að syngja: „Hélstu bara að ég myndi ekki heyra af þessu?“ Söngdrottningin Bríet varð nokkuð vandræðaleg í stjörnuleik spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss á Stöð 2 í gærkvöld þar sem árið 2023 var gert upp. Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, rifjaði upp gagnrýni frá Bríet þegar hann var að hefja ferilinn í ársbyrjun 2023. Lífið 29. desember 2023 16:10
Diljá Péturs fann ástina og samdi lag um það Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, hefur fundið ástina í örmum tónlistarmannsins Róberts Andra Drzymkowski. Lífið 28. desember 2023 12:44
JóiPé og Molly Mitchell nýtt par Tónlistarmaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, hefur fundið ástina í örmum leikkonunnar og dansarans, Molly Carol Birnu Mitchell. Lífið 28. desember 2023 10:50
Hulunni svipt af Fröken Reykjavík Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld. Lífið 27. desember 2023 15:00
Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Lífið 26. desember 2023 15:36
Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Lífið 24. desember 2023 12:56
Stjörnulostinn þingmaður tíu árum síðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var stjörnulostin þegar hún rakst á tvíburasysturnar Laufeyju Lín og Juniu Lin Jónsdætur í verslun í Garðabænum. Lífið 22. desember 2023 13:45
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Lífið 21. desember 2023 14:28
Konan á bak við Iceguys dansana Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. Lífið 21. desember 2023 12:01
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. Lífið 20. desember 2023 10:07
Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni. Jól 19. desember 2023 18:12
Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Lífið 18. desember 2023 20:00
Logi Bergmann í banastuði á sveittum tónleikum Auðuns Auðunn Lúthersson er mættur til landsins og tróð upp fyrir fullu húsi í Iðnó á laugardagskvöldið. Fremstur í flokki tónleikagesta var sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann sem skemmti sér konunglega. Lífið 18. desember 2023 09:01
Kendall Jenner og Bad Bunny hætt saman Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny eru hætt saman ef marka má heimildir erlendra slúðurmiðla. Lífið 18. desember 2023 00:10
Klara Elías trúlofuð Söngkonan Klara Elías sem sem söng í hljómsveitinni Nylon er trúlofuð samkvæmt færslu sem hún birti á Instagram í dag. Sá heppni heitir Jeremy Aclipen og er bardagaíþróttakappi. Lífið 17. desember 2023 12:42
Samþykkt að Kristján Jóhannsson fái heiðurslaun listamanna Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun á nýju ári bætast í hóp þeirra listamanna sem hljóta heiðurslaun. Alþingi samþykkti breytinguna á síðasta þingfundi fyrir jól sem fram fór í dag. Innlent 16. desember 2023 20:57
Fyrsti trommuleikari AC/DC látinn Ástralski trommuleikarinn Colin Burgess, sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, er látinn. Burgess varð 77 ára gamall. Lífið 16. desember 2023 18:24
Jarðtenging um jólin eftir tónleikaferðalag um Evrópu „Við gerðum þetta lag svolítið óvænt. Við hittumst einn daginn, settumst niður og prófuðum að gera eitthvað saman,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét um lagið Part of Me sem hún og Ásgeir Trausti voru að senda frá sér. Tónlist 16. desember 2023 17:00
Sveið í augun í marga daga eftir froðudiskó „Í skammdeginu er nauðsynlegt að minna sig á að við erum öll bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitar hans Jónfrí við lagið Andalúsía. Tónlist 15. desember 2023 11:31
Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi. Tónlist 15. desember 2023 11:29
Bylgjan órafmögnuð hringir inn jólin Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð fer fram á Stöð 2 Vísi og Vísi í kvöld klukkan 20. Lífið 14. desember 2023 16:31
„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. Lífið 14. desember 2023 11:56
Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára afmæli Gústa B Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. Lífið 13. desember 2023 19:32
Jeffrey Foskett úr The Beach Boys er látinn Jeffrey Foskett, langtímameðlimur og gítarleikari hljómsveitarinnar The Beach Boys, er látinn 67 ára að aldri. Lífið 13. desember 2023 17:40
Fagna tíu árum og hátt í tvö þúsund viðburðum Í gær voru tíu ár liðin frá því að menningar-og tónleikastaðurinn Mengi hélt sína fyrstu tónleika. Í fyrra hlaut staðurinn heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir ómetanlegt framlag til nýrrar tónlistar. Menning 13. desember 2023 17:01
Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum. Lífið 13. desember 2023 14:41